3. Sá áhugasami í garðinum
- semblan92
- Jan 27, 2024
- 8 min read
Updated: Oct 8, 2024
Vill rækta fjölbreytt úrval plantna sem dregur mann út í garð í vikulega umhirðu.

Matlaukur
Allium cepa
Niðurplöntun skal gera sem fyrst í apríl en hægt er að versla ræktunarlauka í garðverslunum og sumum matvöruverslunum. Það er vissara að breiða acryldúk yfir moldina fyrst um sinn þar sem næturnar geta enn verið kaldar. Matlaukinn er staðsettur á mold með 20 cm millibili og síðan þrýst ofan í moldina þannig að það glittir í toppinn.
Umhirða byrjar á að fjarlægja acryldúkinn þegar hlýna fer í veðri og svo að viðhalda arfahreinu svæði og vökva í þurrki.
Uppskera hefst þegar matlauksgrösin eru farin að gulna á endunum eru laukarnir orðnir fullþroska sem gæti hafist í ágúst. Þá er hægt að tína upp nokkra lauka og nýta í eldamennsku. Ef þú ætlar að uppskera allan matlauk í einu er gott að bíða með það fram í september þegar öll blöð eru farin að sölna niður. Það er alltaf gott að fylgjast með hversu marga aukalauka þú fékkst út úr móðurlauknum og jafnvel skrá það hjá þér. Ef það kemur lítil uppskera geturðu reynt nýtt yrki á næsta ári eða velt því upp hvort þú náðir að halda nægum raka og næringu í ræktuninni. Einnig skaltu fjarlægja strax alla lauka sem eru ónýtir svo þeir smiti ekki hina.
Geymsluaðferðir : Fyrst um sinn þurfa laukarnir að þorna helst utandyra í 1-2 vikur, en þá í skjóli fyrir rigningu. Best er að koma þeim fyrir á einhverri grind svo það fjúki vel í kringum þá. Eftir það skal staðsetja þá í þurrum stað innandyra í nokkrar vikur þar til liturinn á honum er farinn að líkjast búðarkeyptum lauk, s.s. brúngulum. Eftir það geturðu geymt hann í kaldri geymslu. Það hentar honum vel að fá að halda grösunum sínum þar til hann verður nýttur í matargerð og það er tilvalið að flétta grösin saman svo úr verðir laukskreyting sem hægt er að hengja upp, enda ekki á hverjum bæ þar sem laukar heimilisins eru heimaræktaðir.
Hvítlaukur
Allium sativum
Undirbúningur hefst því að gera tilbúið næringarríkt ræktunarbeð, það getur verið gott að vinna þetta beð til í september og jafnvel hlýfa því með trefjadúk svo auðveldara er að stinga í beðið. Svo þarf að kaupa ræktunarhvítlauka í garðverslunum sem eru yfirleitt til sölu bæði í september/október og aftur í mars/apríl. Best er að ná að stinga lauknum niður á haustin, ef hvítlaukurinn stendur úti í gegnum frostatímabilið þá myndast hvítlauksgeirar í lauknum. Það getur stundum reynst erfitt að nálgast þessa hvítlauka þegar líða fer á haustið og því skaltu kaupa þá um leið og þú sérð að þeir eru komnir í verslanir. Ef komið er vor og þú vilt rækta hvítlauk skaltu endilega kaupa þér ræktunarlauka og stinga í mold. Þeir munu vera minni og geiralausir en alveg jafn bragðgóðir.
Niðurplöntun er gerð hvort sem í október eða apríl. Þá eru hvítlauksgeirarnir rifnir í sundur án þess að afhýða þá. Hvítlaukur þolir mjög illa samkeppni hvort sem við aðrar tegundir eða við aðra hvítlauka og þarf því að ná 15 cm millibil milli allra geira. Geirunum er raðað upp með réttu millibili og stungið niður svo rétt sjáist í toppinn. Gott er að skrásetja dagsetningu niðurplöntunar og merkja vel svæðið svo þú plantaðir hvítlauknum svo þú tvíplantir ekki í reitinn þegar vorar.
Uppskera hefst þegar 4 hlýir mánuðir eru liðnir sem gæti þá verið í júlí. Ef blaðendar eru farnir að gulna og neðstu þrjú blöðin hafa visnað er tími til að taka upp einn og athuga stöðu hans. Ef ákveðið er að uppskera laukinn skaltu gera það almennilega í eitt skipti. Gott er að skrá niður hve mikla uppskeru þú náðir og hversu margir voru skemmdir. Mögulega viltu prófa nýtt yrki á næsta ári en ef þér finnst ræktunin hafa gengið mjög illa gæti verið að ekki hafi verið næg næring í jarðveginn eða komin jarðvegsþreyta ef þú hefur ræktað hvítlauk í sama beði lengur en 5 ár. Þá skaltu jarðvegsbæta nýtt beð í garðinum og færa ræktunina þangað á næsta ári.
Geymsluaðferðir : Best er að hengja hvítlauk upp til þerris svo lofti vel um hvern lauk fyrir sig í tvær til þrjár vikur. Þá má klippa ræturnar af en hlýfðu sem mest af blöðum og ytri lög lauksins. Hægt er að flétta blöðin sama og geyma laukinn hengdann upp inni í eldhúsi enda geymist hann best í 18-25°C.
Blaðlaukur/Púrra
Allium ampeloprasum var. porrum
Það ætti að vera hægt að kaupa blaðlauk í mörgum gróðræktarstöðvum og mögulega garðblómaverslunum.
Niðurplöntun er mögulega þegar hitinn er kominn yfir 7° sem er líklega í maí. Gott er að planta blaðlaukinn með 10 cm millibili í ræktunarbeði á 10 cm dýpi og vökva vel yfir.
Umhirða er einna helst að halda beðunum arfahreinum og meðalrökum. Ef blaðsilkar fara að vaxa upp úr jörðu skaltu hreykja mold yfir.
Uppskera er gerð í október þegar púrran hefur náð að gilna vel. Best er að geyma við 1-9°C ekki lengur en 3 til 5 mánuði. Hann á það til að þorna svo það er gott að pakka honum í plast fyrir geymslu, eða reyna að nýta hann í fyrra lagi.
Grænkál
Brassica oleracea var. sabellica
Það ætti að vera hægt að kaupa grænkál í mörgum gróðræktarstöðvum og mögulega garðblómaverslunum.

Niðurplöntun er best að gera um mánaðarmót maí/júní í frjóa ræktunarmold með 40 cm millibili og vökva vel.
Kálflugan laðast að tegundum innan krossblómaættar en hún nýtur júlímánuð til að verpa í káltegundir og lirfurnar éta síðan í plöntuna og gera hana ólystuga. Vissara er að setja upp boga yfir ræktunarbeðið svo acryldúkurinn standi vel yfir plöntum og hægt er að loka fyrir endana með grjóti eða spýtum. Ekki gleyma þó að fylgjast með vökvun og arfahreinsun þrátt fyrir acryldúkinn.
Uppskera getur hafist um leið og fyrstu 8 blöðin eru byrjuð að vaxa. Þessi planta heldur áfram að mynda kálblöð langt fram á haust svo endilega reyndu að tína jafnt og þétt af plöntunni beint á diskinn frá júní og fram að jólum. Geymsla er óþörf þar sem plantan heldur sér svo vel þrátt fyrir kulda.
Spergilkál
Brassica oleracea var. italica
Það ætti að vera hægt að kaupa spergilkál í mörgum gróðræktarstöðvum og mögulega garðblómaverslunum.

Niðurplöntun er best að gera um mánaðarmót maí/júní í frjóa ræktunarmold með 40 cm millibili og vökva vel. Gott er að fylgjast með þegar plantan fer að mynda spergilkálhausa fyrir miðri plöntu inn á milli blaða.
Kálflugan laðast að tegundum innan krossblómaættar, hún nýtur júlímánuð til að verpa í káltegundir og lirfurnar éta síðan í plöntuna og gera hana ólystuga. Vissara er að setja upp boga yfir ræktunarbeðið svo acryldúkurinn standi vel yfir plöntum og hægt er að loka fyrir endana með grjóti eða spýtum. Ekki gleyma þó að fylgjast með vökvun og arfahreinsun þrátt fyrir acryldúkinn.
Uppskera má einn og einn spergilkáhaus í byrjun ágúst því það getur myndast minni haus undir þeim gamla. Best er þó að uppskera áður en mikil rigningartíð hefst. Spergilkál geymist ekki lengi en ef þörf er á að geyma vöruna skal koma þeim fyrir í poka í 0-2°C kaldri geymslu eða kæli.
Blómkál
Brassica olearcea var. botrytis
Það ætti að vera hægt að kaupa blómkál í mörgum gróðræktarstöðvum og mögulega garðblómaverslunum.
Niðurplöntun er best að gera um mánaðarmót maí/júní í frjóa ræktunarmold með 40 cm millibili og vökva vel. Gott er að fylgjast með þegar plantan fer að mynda blómkálshnaus fyrir miðri plöntu inn á milli blaða.
Kálflugan laðast að tegundum innan krossblómaættar, hún nýtur júlímánuð til að verpa í káltegundir og lirfurnar éta síðan í plöntuna og gera hana ólystuga. Vissara er að setja upp boga yfir ræktunarbeðið svo acryldúkurinn standi vel yfir plöntum og hægt er að loka fyrir endana með grjóti eða spýtum.
Umhirða yfir sumarið er helst að vökva og arfahreinsa undan acryldúknum. Blómkálshausar eru frekar viðkvæmmir fyrir sólarljósi og acryldúkurinn hjálpar því til með að draga úr birtunni. Þegar dúkurinn er síðan fjarlægður í ágúst getur verið gott að nota þvottaklemmu til að snúa blöðin næst hausnum yfir hausinn eins og sólarhlíf.
Uppskera ætti allt blómkál fyrir rigningartíð því þá er líklegt að blómkálið eyðileggist. Blómkál geymist ekki lengi en ef þörf er á að geyma vöruna skaltu koma þeim fyrir í skugga í 0-2°C kaldri geymslu eða kæli.
Gulrófa
Brassica napus var. napobrassica
Það ætti að vera hægt að kaupa gulrófu í mörgum gróðræktarstöðvum og mögulega garðblómaverslunum.
Niðurplöntun er best að gera um mánaðarmót maí/júní í frjóa ræktunarmold með 24-45 cm millibili og vökva vel. Gott er að fylgjast með þegar plantan fer að mynda blómkálshnaus fyrir miðri plöntu inn á milli blaða.
Kálflugan laðast að tegundum innan krossblómaættar, hún nýtur júlímánuð til að verpa í káltegundir og lirfurnar éta síðan í plöntuna og gera hana ólystuga Vissara er að setja upp boga yfir ræktunarbeðið svo acryldúkurinn standi vel yfir plöntum og hægt er að loka fyrir endana með grjóti eða spýtum. Ekki gleyma þó að fylgjast með vökvun og arfahreinsun þrátt fyrir acryldúkinn.
Uppskera gæti hafist í júlí á heitu sumri, ef einhverjar eru farnar að vaxa upp úr jörðu er hægt að draga þær úr moldinni og sjá stærðina og nýta beint í matargerð. Ef stærðin er ágæt geturðu farið að tína aðra hverja rófu upp og það gefur restinni meira pláss til að stækka fram á haustið. Gulrófur geymast hvergi betur en í jörðinni en ef mikil uppskera næst skal lofta vel um rófurnar áður en þeim er komið fyrir í pokum í 0-2°C kaldri geymslu eða kæli.
Næpa
Brassica rapa var. rapifera L.
Hægt er að kaupa næpufræ í garðblómaverslunum.
Sáð er beint út í ræktunarbeð með meðalfrjóan mold. Næpuna skaltu dreifsá í rásir beint í jarðveginn fljótlega í júní, henni er sáð í raðir með 30-40 cm millibili og grisja svo úr þeim svo það verði 10-15 cm millibil. Hægt er að sá aftur mánuði síðar svo passaðu að skipta upp fræjunum í nokkrar sáningar og geyma pakkann á þurrum stað innandyra.
Uppskera hefst þegar næpurnar fara að vaxa upp úr jörðinni í júní. Þá er hægt að prófa að tína eina upp og sjá hvort þær séu orðnar jafnstórar og golfkúlur. Gott er að tína aðra hvora næpu úr röðinni svo það gefi restinni meira rými til að stækka. Uppskera á annarri sáningu hefst síðan nokkrum vikum síðar. Skráðu hjá þér hvernig gekk að sá og hvað leið langur tími frá sáningu að uppskeru, mögulega geturðu bætt við sáningu og þannig náð að uppskera næpur allt sumarið. En slíkt þróast með tímanum.
Kálflugan laðast að tegundum innan krossblómaættar, hún nýtur júlímánuð til að verpa í káltegundir og lirfurnar éta síðan í plöntuna og gera hana ólystuga. Vissara er að setja upp boga yfir ræktunarbeðið svo acryldúkurinn standi vel yfir plöntum og hægt er að loka fyrir endana með grjóti eða spýtum. Ekki gleyma þó að fylgjast með vökvun og arfahreinsun þrátt fyrir acryldúkinn.
Hnúðkál
Brassica oleracea var. gongylodes
Það ætti að vera hægt að kaupa hnúðkál í mörgum gróðræktarstöðvum og mögulega garðblómaverslunum.
Niðurplöntun er best að gera um mánaðarmót maí/júní í frjóa ræktunarmold með 25-45 cm millibili og vökva vel. Hnúðkál myndar hnýði undir blöðum og fyrir ofan jarðveg. Stækkun hnýðisins fer þess vegna ekkert framhjá ræktanda og vonandi fer hnúðkálið að stækka í júlí.
Kálflugan laðast að tegundum innan krossblómaættar, hún nýtur júlímánuð til að verpa í káltegundir og lirfurnar éta síðan í plöntuna og gera hana ólystuga. Vissara er að setja upp boga yfir ræktunarbeðið svo acryldúkurinn standi vel yfir plöntum og hægt er að loka fyrir endana með grjóti eða spýtum. Ekki gleyma þó að fylgjast með vökvun og arfahreinsun þrátt fyrir þessa afmörkun.
Uppskera getur hafist þegar hnúðkálið ofanjarðar hefur náð 5 cm í þvermál. Hnúðkál geta farið að tréna og orðið óæt ef þau ná 8 cm þvermáli. Best er að borða hnúðkál ferst en ef mikil uppskera næst er hægt að geyma þær í styttri tíma í 0-2°C kaldri geymslu eða kæli.
Frekari heimildir í fræðibókum :
Auður Rafnsdóttir. (2016). Kryddjurtarækt fyrir byrjendur. IÐUNN
Zia Allaway. (2018). Inniræktun matjurta. VAKA-HELGAFELL
Hildur Hákonardóttir. (2005). Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins. Bókaútgáfan Salka ehf.
Óli Valur Hansson. (1978). Matjurtabókin - Garðyrkjufélag Íslands, Prentsmiðjan Edda hf.
Vilmundur Kip Hansen. (2011). Árstíðir í garðinum. Sumarhúsið og garðurinn ehf
Comments