top of page

Embla Heiðmarsdóttir er frá Selfossi, lærði Umhverfisskipulag á Hvanneyri og skrifaði þar Bs. ritgerð árið 2016 um notkun fjölæringa á opinberum svæðum. 

​

Hún vann í gróðrarstöðinni Mörk í þrjú ár, fór í þriggja mánaða verknám í Bath, Englandi og seinna í þriggja vikna verknám í Gautaborg, Svíþjóð. 

​

Árið 2020 var ráðgjöf og verktakaþjónustan Garðalíf Emblu stofnað og starfar að þjónustu bæjarfélaga og einstaklinga að hönnun, niðurplöntun og umhirðu fjölæringa í beðum.

Auk þess að kynna fyrir almenningi notkun fjölæringa á Íslandi. 

IMG_9074-53.jpg
Hvað er fjölæringur?

Fjölæringar eru jurtakennt blóm sem lifa í þrjú ár eða lengur.

Ólíkt öðrum fjölærum gróðri leggjast þeir í dvala yfir veturinn og lifa þá eingöngu í rótarkerfinu undir moldinni.

Svo næsta vor koma þeir enn vígalegri til baka og vex þá upp nýr blaðmassi og loks blóm.

Tré og runnar eru einnig fjölær en þar sem þeir fá trénaðan stofn (greinar og stofninn standa upprétt yfir veturinn) eru þetta tveir ólíkir flokkar. 

bottom of page