This is a great place to tell people more about your business, and the services you offer. Want to make this content your own? It’s easy.
Algengar spurningar
Hvað er garðyrkjudagatal?
Í byrjun hvers mánaðar færðu póst sendan á þitt email þar sem farið er yfir garðverk komandi mánaðar. Með því að nýta fræðslu póstsins getur þú viðhaldið gróskumiklum garði og uppskorið fjölbreyttar matjurtir. Á sumrin fjölgar póstunum í tvo á mánuði til að halda utan um verkin.
Í hverjum pósti eru talin upp viðeigandi garðverk og útskýrð í stuttu máli. Og þar að auki er kynnt tegund flóru og fánu sem lesandinn gæti komið auga á í mánuðinum.
Hvað er markmiðið með því ?
Í næstum áratug hef ég unnið á fjölbreyttan hátt í garðyrkju. Það hefur gefið mér tækifæri til að vinna bókstaflega í skyni og skúrum og tekið á móti vorboðunum og séð farfuglana fljúga burt á haustin. Að mínu mati gætum við öll grætt á því að tengja okkur meira við náttúruna og að stunda garðyrkju er ein leið til þess.
Svo garðyrkja sé aðlaðandi fyrir alla er lykilatriði að garðverkin séu markviss, passlega erfið og þá þurfa þau að vera gerð reglulega. Þá gefst tími til að njóta garðsins í sínu fallegasta formi þegar við viljum öll helst vera í sólbaði eða grilla á pallinum.
Garðyrkjudagtalið var mín leið á að upplýsa áhugasama hvenær og hvernig skal gera garðverk svo garðurinn sé sem fallegastur yfir sumarið sjálft.

Hvernig verð ég með?
Með því að gerast áskrifandi af garðyrkjudagatalinu inn á patreon.com (hnappur fyrir neðan) færðu póstinn sendan mánaðarlega og gefur mér tækifæri að finna fleiri leiðir til að koma fræðslu um garðyrkju beint til þín.
Ýttu á hnappinn til að sjá meira um áskriftarleiðir.