This is a great place to tell people more about your business, and the services you offer. Want to make this content your own? It’s easy.
Algengar spurningar
Algengar spurningar
Hvað er fjölæringur?
Fjölæringar eru jurtakennt blóm sem lifa í þrjú ár eða lengur. Ólíkt öðrum fjölærum gróðri leggjast þeir í dvala yfir veturinn og lifa þá eingöngu í rótarkerfinu undir moldinni. Svo næsta vor koma þeir enn vígalegri til baka og vex þá upp nýr blaðmassi og loks blóm. Tré og runnar eru einnig fjölær en þar sem þeir fá trénaðan stofn (greinar og stofninn standa upprétt yfir veturinn) eru þetta tveir ólíkir flokkar.
Hvernig minnkar arfahreinsun með fjölæringum?
Arfinn er yfirleitt það fyrsta sem vex upp í garðinum, langt áður en þér dettur í hug að planta sumarblómum. Ef fjölæringar eru í beðinu byrja margir þeirra að vaxa í kapp við arfann. Þó ég mæli með að hreinsa arfann að vori í fjölærum beðum er öruggt að fjölæringar fylla betur upp í beðin og loka þannig fyrir arfamyndun á einhverjum tímapunkti sumarsins. Sumarblóm fylla aldrei alveg upp í beðin og því er moldarsvæðin milli þeirra fullkominn staður fyrir arfa.
Hvað er tvíæringur?
Þetta er milliflokkur milli sumarblóma (einær blóm) og fjölæringa (lifa í þrjú ár eða lengur). Hver planta lifir bara í tvö ár sem er tvíær. Hún myndar blaðbrúsk á fyrsta ári, blómstrar svo á því næsta og sáir sér í lok þessa sumars. Sáningarnar koma upp annarsstaðar í beðinu og þannig byrjar þetta upp á nýtt. Tvíæringar eru mjög fallegir og dreifa sér skemmtilega um beðið. Algengasti tvíæringar eru Fingurbjargarblóm og stúdentanellikur.
Hvað er kjörlendi?
Kjörlendi plöntu er sá staður sem hún kýs sér helst að lifa á. Það er vanalega svipaðar og þær aðstæður sem plantan lifði á villt áður en við ræktuðum hana í garði. Plantan gæti kosið sér skugga eða sól, þurran jarðveg (meiri sand, minni mold) eða blautan, frjóan jarðveg (fleiri maðka og meiri næringu) eða snauðan (þá gefur þú plöntunni engan áburð). Ef skal á milli trjáa/runna, fjölæringa og sumarblóma eru fjölæringarnir tvímælalaust þeir sem höndla ólíklegustu aðstæðurnar, margir þurfa lítið sem ekkert moldarpláss og aðrir höndla vel skuggann ólíkt flest öllum sumarblómum.
Er þá beðið tómt á veturna?
Fjölæringar koma alls ekki í staðinn fyrir tré og runna, sem standa þá með greinabyggingu yfir veturinn. Því er tilvalið að hafa þá saman í beðum. Sumir fjölæringar eru hinsvegar sígrænir og áberandi þá á veturna, aðrir eru fallegir yfir veturinn þrátt fyrir að vera dauðir. Þá eru þeir í raun þurrir og sjást sem þurrkskreyting upprétt úr snjónum en svo klippirðu það niður á vorin svo þeir byrji að vaxa að nýju.
Hvernig geri ég fjölært beð?
Fyrsta skrefið er að athuga hvernig svæðið er (hvernig kjörlendi er beðið?) eins og ég útskýrði áður. Þegar það er komið í ljós er best að kíkja í göngutúr í grasagarð eða í garða vinar þíns. Þá geturðu farið að skoða hvað er þinn eigin stíll, hvað finnst þér flottir fjölæringar? Harðgerðir? Grófir? Blaðmiklir? Blómstórir? eða einhver ákveðinn litur? Svo ferðu í gróðrastöðina og finnur það sem þú vilt. Sér í lagi er best ef þú finnur plöntu í göngutúrnum sem þú vilt sérstaklega fá, finndu út nafnið eða taktu mynd og komdu með í gróðrastöðina, vonandi er hún svo til. Ég reyni að hafa fleiri en eitt eintak af hverri tegund - helst 3-5 stk.